Brecce Rosse EVO 3L
11 800 ISK (incl. VAT)
Brecce Rosse Extra Virgin Oil í 3 lítra fernu pakkningu. 3000 ml. Um er að ræða nokkuð byltingarkennda aðferð í pökkun á ólívuolíu, sem tryggir að hvorki súrefni né sólarljós komist í snertingu við olíuna. Á þennan hátt getur olían geymst lengur í hámarksgæðum. Um svipaða aðferð er að ræða og notuð er við átöppun vína í fernur, en innri geymslupokinn fyrir olíuna er framleiddur úr sérstökum efnum sem tryggja að engin bragðsmitun geti átt sér stað. Brecce Rosse er lítið fjölskyldufyrirtæki í Umbria héraði, sem framleiðir hágæða ólívuolíur í takmörkuðu magni. ÓIívurnar þeirra eru ávallt pressaðar "beint af akrinum", einungis fáeinum stundum eftir að hafa verið tíndar, til að tryggja hina einstöku bragðeiginleika Brecce Rosse. Ólívutrén eru ræktuð í steinefnaríkum jarðvegi í hæðunum fyrir ofan bæinn Gubbio, og engin aukaefni eru notuð við ræktun ólívanna eða framleiðslu þessarar ljúffengu ólívuolíu. Nær allir helstu veitingastaðirnir í Gubbio og nágrenni nota Brecce Rosse ólívuolíurnar.