Lasagne di Gragnano
980 ISK (incl. VAT)
Lasagna þarf varla að ræða mikið en all nokkur héruð á Ítalíu gera kröfu til uppruna þess, svo sem Napólí, Bologna o.fl. 500 gr. Il Re della Pasta framleiðir hágæða pasta í miðjum höfuðstaðs pastans, Gragnano, en þar var fundin upp einstök aðferð við að framleiða og þurrka pasta, snemma á 14. öld. Eingöngu er notast við hágæða 100% durum hveiti, sem ræktað er í helstu matarhéruðum Ítalíu, eða Puglia, Marche, Basilicata og Molise. Vatnið sem notað er til framleiðslunnar kemur úr uppsprettum í Lattari fjöllunum, eða úr "Forma" sem er virk söguleg uppspretta sem í gegnum aldirnar knúði myllurnar í hlíðum Gragnano, ásamt því að vera lykil hráefni í pasta deigið, þá sem og í dag. Pasta deig Il Re della Pasta er alltaf bronsskorið (þ.e. hnífamótin eru úr bronsi), en sú aðferð er notuð til að gera yfirborð pastans aðeins hrufótt og tryggja þannig að sósan bindist vel við það þegar það er borið fram. Vegna þessa framlag sitt til menningararfleifðar Ítalíu var Gragnano síðan útnefnd sem IGP, af evrópusambandinu 2013, en það stendur fyrir Sérstakt og verndað landsvæði. Útvaldir pastaframleiðendur, sem framleiða samkvæmt skilgreindum aðferðum og gæðastöðlum Gragnano, fá að merkja vörur sínar með IGP stymplinum og Il Re della Pasta, er einn af þeim.